fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ráðgátan í Himalajafjöllum: Fjöldi mannabeina fundust í afskekktu vatni

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roopkund-vatn í þeim hluta Himalajafjalla sem tilheyrir Indlandi lætur ekki mikið yfir sér. Það er rúmir 40 metrar í þvermál og er í rúmlega fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Vegna legu sinnar er það frosið stóran hluta ársins og því kom það vísindamönnum í opna skjöldu þegar hundruð mannabeina fundust þar.

Breska blaðið Independent fjallar um þetta.

Mörg ár eru síðan þetta uppgötvaðist en vísindamenn virðast engu nær um hvernig mannabeinin rötuðu í vatnið. Þegar hlýnar í veðri og vatnið þiðnar koma mannabeinin í ljós. Mörg þeirra eru í furðulega góðu ásigkomulagi sem skýrist meðal annars af köldu veðurfari á þessum slóðum.

Vísindamenn voru lengi vel sammála um að eitthvað hefði átt sér stað sem líkja mætti við „stórslys“. Bentu fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna til þess að beinin væru um 1.200 ára gömul.
Var kenningin sú að einstaklingarnir hefðu látist á sama tíma og líklega af sömu ástæðu.

Nú hefur ný rannsókn sem vísindamenn frá Indlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi framkvæmdu kollvarpað þeirri kenningu. Gerð var DNA-rannsókn á 38 beinum sem leiddi í ljós að fólkið dó ekki á sama tíma. Benda niðurstöðurnar til þess að líkamsleifum fólks hafi verið fleygt í vatnið yfir um þúsund ára tímabil.

23 beinanna sem rannsökuð voru tilheyrðu karlmönnum en 15 tilheyrðu konum. DNA-rannsóknin leiddi í ljós að 23 beinanna voru af einstaklingum frá Suður-Asíu  en þau bein voru einnig elst, eða frá áttundu til tíundu öld. Löngu síðar, frá átjándu og fram á tuttugustu öld, virðast fleiri bein hafa ratað í vatnið en þá af einstaklingum frá Austur-Asíu og ríkjum sem liggja að Miðjarðarhafinu.

Sem fyrr segir virðist enginn vita hvernig beinin rötuðu í vatnið. Vatnið er skammt frá gamalli pílagrímaleið sem Hindúar fóru og því ekki útilokað að þátttakendur hafi hreinlega látist á leiðinni. Það skýrir þó ekki hvernig bein annarra einstaklinga, til dæmis þeirra sem eiga ættir að rekja til ríkja við Miðjarðarhafið, rötuðu þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf