fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Áhrifavaldar boltaflugsins eru sjö

Arnar Ægisson
Laugardaginn 2. júní 2018 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir þættir hafa áhrif á flug golfboltans og ef það er gerð nákvæm greining á því vandamáli þá eru áhrifavaldar boltaflugsins sjö talsins (stefna boltans er miðuð við að kylfingur sé rétthentur)

1. Staða kylfu í höggstöðu.
Kylfan getur verið opin, lokuð, eða hornrétt miðað við höggstefnu. Þetta hefur áhrif á stefnu og flughæð boltans en opin kylfuhaus veldur háu flugi til hægri, lokaður kylfuhaus veldur lágu flugi til vinstri og réttur kylfuhaus gefur beint flug, að því gefnu að sveifluferill sé hlutlaus (hvorki út-inn eða inn-út).

2. Lega kylfu í höggstöðu.
Legan hefur áhrif á stefnu boltans. Ef hæll kemur fyrst í jörð þá lokast kylfan og boltaflugið byrjar til vinstri. Ef táin kemur fyrst í jörð þá opnast kylfa og bolti fer til hægri.

3. Flái kylfu í höggstöðu.
Ef gripendi er fyrir aftan kylfuhaus í höggstöðu þá er flái kylfunnar aukinn (t.d. 7-járn orðið að 9-járni), og bolti flýgur óeðlilega hátt. Ef gripendi er fyrir framan kylfuhaus í höggstöðu þá er fláinn minnkaður og bolti flýgur lágt.

4. Sveifluferill kylfu.
Ferlarnir eru þrír: Inn-út ferill, út-inn ferill eða réttur inn-inn ferill. Ferill kylfunnar hefur áhrif á upphafsstefnu boltans og snúning.

5. Sveifluvinkill niður í boltann.
Þetta hefur áhrif á flughæð boltans en of flatur vinkill veldur háu flugi en of brattur vinkill of lágu.

6. Hversu vel við hittum boltann.
Þetta hefur áhrif á stefnu og lengd. Ef við hittum á tána þá byrjar bolti oftast til hægri. Ef við hittum nálægt hæl þá byrjar bolti til vinstri. Ef við hittum boltann þar sem haus og skaft mætast (í kverkina) þá fáum við “shankið” ógurlega þar sem bolti skýst til hægri. Bolti hittur neðarlega á kylfunnar (toppaður eða “þunnur” bolti) veldur lágu flugi og víbringi í höndunum. Bolti hittur of ofarlega veldur of háu flugi. Bolti sem er hittur á miðjuna (sweet spot) gefur hina ómótstæðilegu tilfinningu sem fær okkur til að halda áfram í golfi!

7. Kylfuhraði.
Þessi áhrifavaldur er hvað veigamestur hvað högglengd varðar en kylfingar sem vilja auka högglengd sína vantar aukinn hraða í niðursveifluna.

Eftir að hafa skoðað nokkur högg hjá nemanda sem þjáist af of miklu slæsi (lat. slæsus horribilus) get ég séð hvaða áhrifavaldar koma við sögu og gera það að verkum að boltinn sveigir að jafnaði of mikið til hægri. Oftast nær er það út-inn sveifluferill sem veldur, en rótin að honum gæti legið í of veiku gripi (gripið snýr of mikið til vinstri), þannig að oft er um keðjuverkandi orsakir að ræða.

Vonandi hefur þessi pistill hjálpað þér, lesandi góður, að skilja betur áhrifavaldana og hvað það er sem veldur því að boltinn flýgur ekki alltaf á þann hátt sem þú kýst.

Bestu kveðjur,
Úlfar Jónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona