fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Ólafía Þórunn er úr leik á KPMG risamótinu

Arnar Ægisson
Laugardaginn 30. júní 2018 20:32

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnumaður í golfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á KPMG risamótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Kildeer í Illinois-fylki rétt við borgina Chicago í Bandaríkjunum.

KPMG meistaramótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Ólafía Þórunn lék á +4 samtals (73-75) og var hún einu höggi frá því að komast áfram á lokahringina tvo.

Hér er skor keppenda uppfært: 

Mótið fer fram á Kemper Lakes Golf Club og aldrei áður hefur keppnisvöllur í 64 ára sögu mótsins verið eins langur. Völlurinn er 6.741 stikur eða 6.163 metrar. Til samanburðar þá er Grafarholtsvöllur í Reykjavík 6.057 metrar af hvítum teigum eða öftustu teigum.

Danielle Kang hefur titil að verja á mótinu en aðeins fimm kylfingar hafa náð að verja titilinn á þessu móti. Mickey Wright (1960-61); Patty Sheehan (1983-84); Juli Inkster (1999-2000); Annika Sorenstam (2003-05); og Inbee Park (2013-15).

Alls eru 156 keppendur sem taka þátt og þar af eru 24 leikmenn að keppa í fyrsta sinn á þessu risamóti. Ólafía Þórunn keppti í fyrra á þessu móti og var hún þá fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppti á risamóti í golfi á atvinnumótaröð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United