fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Ólafía, Axel, Valdís og Birgir Evrópumeistarar í blandaðri liðakeppni

Arnar Ægisson
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 08:58

Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson and Birgir Hafthorsson of Iceland with thier gold medals. Mynd: Tristan Jones

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu sigri í gær á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni.

Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi og er hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fer á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram.

Ólafía Þórunn og Axel voru saman í liði og Birgir Leifur og Valdís Þóra léku saman. Þau skiptust á að slá upphafshöggin á hverri holu og léku síðan einum bolta út holuna. Samanlagt skor beggja liða taldi í liðakeppninni.

Ísland lék á -3 samtals og en Bretland 2 var í öðru sæti, höggi á eftir.

Keppnisdagurinn var eftirminnilegur hjá íslensku kylfingunum. Birgir Leifur og Valdís hófu leik aðeins á undan liðsfélögum sínum. Það gekk á ýmsu á hringnum hjá Birgi og Valdísi – en frábær lokakafli kom Íslandi í vænlega stöðu. Valdís Þóra setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 18. holu úr erfiðri stöðu – eitt af höggum mótsins án efa.

Ólafía og Axel byrjuðu með miklum látum og fengu fjóra fugla í röð á fyrri 9 holunum. Þau léku af öryggi á síðari 9 holunum og tryggðu sigur Íslands með pari á lokaholunni.

Sannarlega stórkostlegur árangur hjá íslensku kylfingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða