fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Birgir Leifur dregur sig úr keppni í Danmörku vegna meiðsla

Arnar Ægisson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 10:10

Birgir Leifur Hafþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í gær á Made in Denmark mótinu sem fram fer í Silkiborg í Danmörku. Birgir Leifur tók ákvörðun í morgun að draga sig úr mótinu eftir að hafa ráðfært sig við fagfólk sem vinnur með atvinnukyfingnum. Birgir lék á 78 höggum í gær og var langt frá sínu besta vegna meiðsla í hálsi.

„Ég hef glímt við tak í hálsinum undanfarnar vikur eftir mikla keppnistörn. Ég hef reynt að hvíla þetta svæði eins og hægt er á milli móta. Leikið færri æfingahringi og ekki slegið eins mikið á æfingasvæðinu. Eftir hringinn í gær þá tók ég ákvörðun í samráði við teymið mitt að taka eina viku í pásu. Bergur Konráðsson kírópraktor mun aðstoða mig næstu daga ásamt sjúkraþjálfara. Ég þarf að gera eitthvað annað en að spila golf, fara í líkamsræktina, fá meira blóðflæði á þetta svæði. Ég mun mæta ferskur á lokasprettinn á mótaröðunum.

Birgir Leifur hefur leikið á níu mótum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Þar að auki hefur hann leikið á níu mótum á Áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.

Alls hefur Birgir Leifur leikið á 69 mótum á Evrópumótaröðinni frá upphafi – og er hann langefstur í þeirri tölfræði hjá íslenskum atvinnukylfingum í karlaflokki. Árin 2009 og 2007 lék Birgir á 17 og 18 mótum á Evrópumótaröðinni – en á þeim tíma var hann með fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“