fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn hjá SVFR

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 15. maí 2019 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurþór Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SVFR. Starfið var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkrum misserum, þegar ljóst var að Ari Hermóður Jafetsson ætlaði að láta af störfum með vorinu. Á fimmta tug umsókna bárust um starfið og í hópi umsækjenda voru margir hæfir kandídatar.

Sigurþór er viðskiptafræðimenntaður og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikla reynslu af rekstri, verkferla- og fjárhagsáætlanagerð og kostnaðareftirliti. Hann var markaðsstjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, m.a. stöðvarstjóri í Bretlandi, Indlandi og Sádi Arabíu, yfirmaður á flugrekstrarsviði, útstöðva og ferðaþjónustu.

Sigurþór mun hefja störf í næstu viku og segist hlakka mikið til. “SVFR er einhver merkasti félagsskapur landsins, með magnaða sögu og frábær ársvæði á leigu. Ég tek við góðu búi, þar sem búið er að endurnýja samninga um öll lykilsvæði félagsins og við getum einbeitt okkur enn frekar að þjónustu við félagsmenn,” segir Sigurþór.

Jón Þór Ólason, formaður SVFR, er ánægður með að fá Sigurþór til starfa.

,,Það var ánægjulegt að sjá hve margir sýndu starfinu áhuga, en Sigurþór er réttur maður fyrir félagið á þessum tímapunkti. Hann býr að mikilli rekstrarþekkingu og mun efla skrifstofu félagsins. Við hlökkum til að vinna með honum og bjóðum hann velkominn til starfa.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 2 klukkutímum

Tancredi Palmeri: Maurizio Sarri er nýr stjóri Juventus

Tancredi Palmeri: Maurizio Sarri er nýr stjóri Juventus
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Kolbeinn og Daníel tjá sig um loftlagsverkfallið – „Þau létu okkur líta út eins og hálfvita, hræsnara og aumingja“

Kolbeinn og Daníel tjá sig um loftlagsverkfallið – „Þau létu okkur líta út eins og hálfvita, hræsnara og aumingja“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Gerði allt brjálað með ummælum um kynþáttafordóma: ,,Þetta er ekki alvöru rasismi“

Gerði allt brjálað með ummælum um kynþáttafordóma: ,,Þetta er ekki alvöru rasismi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Enginn skilur neitt: Dómarinn skoraði sjálfur og dæmdi markið gilt

Enginn skilur neitt: Dómarinn skoraði sjálfur og dæmdi markið gilt
433
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið HK og Grindavíkur – Hvað gerist í Kórnum?

Byrjunarlið HK og Grindavíkur – Hvað gerist í Kórnum?
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hatrammar nágrannaerjur: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir“

Hatrammar nágrannaerjur: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir“