fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Risalax fyrir austan

Gunnar Bender
Mánudaginn 20. maí 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laxinn er að ganga að ströndinni og brátt berast væntanlega fréttir að hann sjáist í hverri ánni á fætur annarri. Einstöku sinnum veiðast þeir í grásleppunet og þessi kom fyrir nokkrum dögum í slíkt net fyrir austan undir Skálanesbjargi milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar.

Þetta er mitt á milli Breiðdalsár og Jöklu sem eru miklar stórlaxaár og freistandi að ætla að hann hafi verið á leið í aðra hvora!

Veiðimaður var Haraldur Árnason og sagði hann að þetta hafi verið glæsilegur lax og greinilega af náttúrulegum stofni en skaddaðist aðeins í netinu sem von var. Hann vó slétt 15 kg og er 112 cm langur og mjög þykkur, glæsilegur fiskur.

Tekið verður hreisturssýni af laxinum og þá verður hægt að fá meiri upplýsingar um hann.

,,Við opnum Jöklu 27. júní og Breiðdalsá 1. júlí og miðað við hvernig vorar þarna fyrir austan lofar það góðu með startið. Til dæmis er Jökla strax komin í sumarvatn 20-30 rúmmetra á sekúndu,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Strengjum um stöðuna.

Mynd. Haraldur Árnason með laxinn sem var 15 kg og er enginn smásmíði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa