Pressan

Númerin tekin af bíl fyrrum fjármálaráðherra – Ekki vegna ógreiddra bifreiðagjalda

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 09:34

Þegar Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, ætlaði að nota bílinn sinn í hádeginu í gær tók hann eftir að búið var að stela skráningarnúmerunum af honum. Ekki nóg með það því búið var setja önnur númer á bílinn en þau tilheyra bíl sem var stolið. Benedikt skýrði frá þessu á Facebook í gær.

Í morgun birti hann nýja færslu og hrósaði lögreglunni fyrir að leysa málið en lögreglumenn færðu honum réttu bílnúmerin aftur í morgun og eru þau nú kominn á bíl Benedikts.

„Einhverjir héldu að ég hefði búið til þessa sögu vegna þess að ég hefði ekki greitt bifreiðagjöldin og númerin þess vegna klippt af.“

Skrifaði Benedikt og vísar síðan í verkefni lögreglunnar frá því um klukkan tvö í nótt en hér er hægt að lesa nánar um það en það hófst með tilkynningu um að maður með vasaljós væri að skoða hjól við Fífulind í Kópavogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna