fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Tengjast dularfullir menn með veiðistöng og sjónauka hvarfinu á Anne-Elisabeth?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 06:05

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullir menn með veiðistöng og sjónauka. Getur hugsast að þeir tengist ráninu á Anne-Elisabeth Hagen? Þessari 68 ára eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen var rænt af heimili þeirra í Fjellhamar þann 31. október síðastliðinn. Lausnargjalds upp á níu milljónir evra var krafist í skilaboðum sem voru skilin eftir á heimilinu og á að greiða það í rafmynt. Eftir að lögreglan skýrði opinberlega frá málinu þann 10. janúar hafa henni borist fjölmargar ábendingar frá almenningi.

Eitt þeirra vitna sem hefur sett sig í samband við lögregluna er fjölskyldufaðir sem býr nærri heimili Hagen-hjónanna. VG skýrir frá vitneskju hans í dag en maðurinn nýtur nafnleyndar í umfjöllun blaðsins.

„Ég hafði aldrei séð neinn veiða á þessari bryggju en kannski er það algengt. En það var frekar heildin sem ég tók eftir. Þeir voru svo fráhrindandi í garð annarra og voru með stóra myndavél á fæti og langa aðdráttarlinsu.“

Segir hann um tvo menn sem hann sá á bryggjunni við Langevannet í haust. Maðurinn hefur farið með dóttur sinni að vatninu næstum hverja helgi undanfarin tvö og hálft ár til að gefa öndunum að borða. Hann sagðist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær hann sá mennina en telur að það hafi verið í september eða október.

Hann segir að mennirnir hafi báðir verið svartklæddir, 35 til 45 ára og hafi talað austur-evrópskt mál, ekki pólsku en maðurinn skilur pólsku aðeins. Hann segir að báðir mennirnir hafi virst vera í góðu formi, annar þeirra hafi verið sérstaklega vöðvamikill og sterklegur að sjá. Það að maðurinn telur mennina vera austur-evrópska getur rennt stoðum undir þá kenningu Ola Kaldager að skipulagður glæpahópur frá Balkanskaga standi að baki ráninu á Anne-Elisabeth eins og DV skýrði frá á mánudaginn.

Anne-Elisabeth Hagen

Langevannet er vinsæll staður meðal fuglaskoðara þar sem mikið og fjölbreytt fuglalíf er þar. Það er því ekki óvanalegt að rekast á fuglaskoðara með sjónauka og myndavélar við vatnið. En tvímenningarnir stungu í stúf með myndavél og veiðistöng. Hann segir að þeir hafi ekki tekið myndir á meðan þau feðginin voru nærri þeim.

Hann segist hafa leitt hugann að mönnunum þegar skýrt var frá mannráninu enda sé bryggjan skammt frá húsi Hagen-hjónanna.

Lögreglan hafði áður beðið áhugaljósmyndara og aðra sem voru við vatnið í haust að setja sig í samband.

Jann Ove Rørvik, fuglaskoðari, er oft við Langvannet til að mynda fugla. Hann sá þrjá veiðimenn ekki fjarri húsi Hagen-hjónanna skömmu áður en Anne-Elisabeth var rænt. Hann telur að þetta hafi verið þann 29. október á milli klukkan 10.30 og 12. Hann segir tvo menn hafa staðið á bryggju og veitt og sá þriðji hafi staðið einn í fjöruborðinu skammt frá. Hann segir tvo þeirra hafa verið á þrítugsaldri en þann þriðja um fimmtugt. Hann segir að þeir hafi virst vera venjulegir stangveiðimenn með tilheyrandi búnað. Þennan sama dag sá hann silfurlitaðan bíl, Ford Fiesta, telur hann á bifreiðastæði ekki fjarri vatninu. Bíllinn var með austur-evrópskar númeraplötur. Hann segist hafa gengið út frá því að þetta væri bíll veiðimannanna. Hann hafði áður séð þennan bíl á þessum sama stað en þá sá hann veiðimennina ekki. Hann segist fullviss um að hann hafi hvorki sé bílinn né veiðimennina eftir að Anne-Elisabeth hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig