fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Pressan

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vittorio Caruso, 56 ára Bandaríkjamaður frá Long Island, lést þegar hann var staddur í sumarleyfi í Dóminíska lýðveldinu þann 17. júní síðastliðinn. Caruso er ellefti bandaríski ferðamaðurinn sem deyr í landinu á innan við einu ári.

Dauðsföllin vekja upp ákveðnar spurningar enda eru þau orðin nokkuð mörg á skömmum tíma. Hefur grunar vaknað um að dauðsföllin – einhver að minnsta kosti – séu af mannavöldum.

Sjá einnig: Þrennt lést á lúxushóteli – „Ég varð svo reið að mig langaði að öskra og gráta“

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa þegar ferðast til landsins til að taka þátt í rannsókninni. Yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu hafa ekki getað útskýrt dauðsföllin á annan hátt en að líklega eigi þau sér eðlilegar skýringar; fólkið hafi ýmist fengið hjartaáfall, svæsna lungnabólgu eða blóðeitrunarlost.

Þessar skýringar hafa aðstandendur þeirra sem látist hafa ekki keypt. Í þeim hópi eru aðstandendur Caruso. „Við komumst að því að hann hefði verið fluttur í sjúkrabíl með öndunarerfiðleika eftir að hafa drukkið eitthvað,“ segir Lisa Caruso í samtali við fréttavef Fox. Bróðir hans, Frank Caruso, segir að Vittorio hafi farið til læknis áður en hélt í sumarleyfi og hann hafi verið við hestaheilsu.

„Þetta er ekki eðlilegt og raunar mjög grunsamlegt. Okkur grunar að það hafi eitthvað verið í drykkjunum eða matnum sem hann borðaði,“ bætir Frank við.

Tvö dauðsföll áttu sér stað á Hard Rock-hótelinu í Punta Cana og ákváðu forsvarsmenn hótelsins að skipta út öllum drykkjum sem viðskiptavinum hótelsins stóð til boða. Enn sem komið er hefur lögregla ekki fundið neitt sem gæti útskýrt þessi skyndilegu dauðsföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki
Pressan
Í gær

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni
Pressan
Í gær

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa