fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fimm lík – Þrír lásbogar – 650 kílómetra fjarlægð – Hver myrti hvern? Eða var kannski enginn myrtur?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 07:02

Lásbogi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá á mánudaginn fundust þrjár manneskjur látnar á gistheimili í Passau  í Þýskalandi á laugardaginn. Þetta voru tvær konur og einn karl. Örvar úr lásboga voru í öllum líkunum. Það var ekki til að draga úr dulúðinni í kringum þetta mál að á mánudaginn fundust tvö lík til viðbótar í íbúð í Wittingen í 650 km fjarlægð frá gistiheimilinu. Þau voru af konum sem hafa tengsl við þau sem fundust látin á gistiheimilinu.

Nú hefur þýska lögreglan skýrt frá því að konurnar, sem fundust látnar á mánudaginn, hafi verið 19 ára og 35 ára. Sú eldri var maki þrítugrar konu sem fannst látin á gistiheimilinu.

Nú stendur lögreglan frammi fyrir því að reyna að upplýsa hvort fólkið var myrt eða það hafi framið sjálfsvíg. Með fimm lík, þrjá lásboga og 650 km á milli staðanna er málið ansi snúið.

Fólkið sem fannst látið á gistiheimilinu voru 53 ára karlmaður og 30 og 33 ára konur. Ein eða fleiri ör úr lásboga var í líkömum þeirra allra. Tveir lásbogar lágu sýnilegir í herberginu og sá þriðji fannst í tösku.

Karlinn og önnur konan lágu saman í rúmi og höfðu bæði verið skotin í hjartastað með lásboga miðað við bráðabirgðaniðurstöður krufninga. Hin konan lá á gólfinu og hafði verið skotin í gegnum hálsin með lásboga. Margar örvar voru í líkömum þeirra sem lágu í rúminu. Engin ummerki voru um að til átaka hefði komið. Erfðaskrár, þeirra sem lágu í rúminu, fundust í herberginu. Lögreglan telur ekki að fjórði aðilinn hafi verið til staðar í herberginu.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá dánarorsök kvennanna sem fundust látnar á mánudaginn en telur að lát þeirra tengist málinu í Passau. Vitað er að fólkið var allt áhugafólk um miðaldari en þá voru lásbogar einmitt notaðir.

Helsta kenning lögreglunnar núna er að fólkið hafi sammælst um að taka eigið líf. En enn á eftir að svara hver skaut hvern á gistiheimilinu í Passau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar